Stöðvaður á 155 kílómetra hraða: „Í raun dapurlegt“

Stöðvaður á 155 kílómetra hraða: „Í raun dapurlegt“

Lögreglan á Norðurlandi eystra stöðvaði í dag ökumann á 155 kílómetra hraða austan Mývatns. Lögreglan segir í tilkynningu á Facebook síðu sinni að það sé í raun dapurlegt að sumir ökumenn „þurfi“ að aka um vegi landsins á jafnvel 65 kílómetra hraða yfir leyfilegum hámarkshraða.

Ökumaðurinn verður sviptur ökuleyfi og þarf að borga 210 þúsund krónur í sekt.

Í tilkynningu lögreglunnar segir þó að lang flestir aki af ábyrgð, gætni og tillitssemi.

„Vonum að umræddur ökumaður dagins í dag hugsi sinn gang og komi betur stemmdur til aksturs síðar.Vetur er í nánd og verum vel undirbúin, margar góðar gerðir vetrarhjólbarða eru í boði, bæði negldra og ónegldra,“ segir í tilkynningunni.


UMMÆLI