Stofnun Akureyrarklíníkurinnar á föstudaginn

Stofnun Akureyrarklíníkurinnar á föstudaginn

Stofnun Akureyrarklíníkurinnar – þekkingar- og ráðgjafarmiðstöðvar um ME sjúkdóminn og langvarandi eftirstöðvar COVID-19 fer fram föstudaginn 16. ágúst kl. 14 í Menntaskólanum á Akureyri (Kvosinni).

Haldin verða nokkur stutt erindi o g heilbrigðisráðherra og forstjórar Sjúkrahússins á Akureyri og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands undirrita samstarfsyfirlýsingu um stofnun klíníkurinnar.

Myalgic encephalomyelitis (ME) er alvarlegur krónískur þreytusjúkdómur. Hluti þeirra sem fengu COVID-19 glíma við eftirstöðvar með ME líkum einkennum. Með stofnun Akureyrarklíníkurinnar er ætlunin að efla þjónustu við einstaklinga með ME og langvarandi eftirstöðvar COVID-19, stuðla að samfélagslegri vitundarvakningu, standa að skráningu og nýta tækifæri til rannsókna.

Akureyrarklíníkin mun hafa samhæfandi hlutverk á landsvísu og leiða samstarf við Landspítala og aðra aðila sem sinna ME sjúklingum svo sem endurhæfingarstofnanir og sérfræðilækna á stofum.

Húsið verður opið öllum og boðið verður upp á léttar veitingar.

UMMÆLI

Sambíó