Stór hluti starfsfólks sem sagt var upp hjá Kristjánsbakarí endurráðinn

Stór hluti starfsfólks sem sagt var upp hjá Kristjánsbakarí endurráðinn

Kristjánsbakarí á Akureyri hefur ráðið aftur stóran hluta af því starfsfólki sem sagt var upp störfum vegna endurskipulagningar í júní. Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, segir að bakaríið hafi nú snúið vörn í sókn. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Sjá einnig: Kristjánsbakarí segir upp starfsmönnum á Akureyri

„Við erum búin að end­ur­ráða megnið af fólk­inu auk þess að ráða inn nýtt fólk. Við erum kom­in í sókn núna. Þegar maður end­ur­skipu­legg­ur rekst­ur­inn gefst færi á að skipta úr varn­ar­leik yfir í sókn­ar­leik,“ seg­ir Vil­hjálm­ur í sam­tali við Morg­un­blaðið.

UMMÆLI