Störf fyrir allt að hundrað manns í lyfjaþróun á Akureyri

Störf fyrir allt að hundrað manns í lyfjaþróun á Akureyri

Rannsóknarstofan Arctic Therapeutic stefnir að því að byggja upp störf fyrir allt að hundrað manns í lyfjaþróun á Akureyri. Þetta kemur fram á vef RÚV í dag.

Þar segir að prófanir á þremur nýjum lyfjum hefjist á næsta ári. Fyrirtækið hefur aðsetur í Háskólanum á Akureyri og er mikil uppbygging í pípunum samkvæmt frétt RÚV.

Hákon Hákonarson, barnalæknir í Fíladelfíu í Bandaríkjunum, stofnaði rannsóknarstofuna Arctic Therapeutic á Akureyri fyrir þremur árum. Þar eru meðal annars þróuð lyf sem byggjast á rannsóknum hans ytra.

Nánar má lesa um málið á vef RÚV með því að smella hér.

UMMÆLI