Strætisvagnar á Akureyri taka ekki við hópum frá leik- og grunnskólum

Strætisvagnar á Akureyri taka ekki við hópum frá leik- og grunnskólum

Strætisvagnar Akureyrar munu ekki taka á móti hópum frá leik- og grunnskólum bæjarins í vor. Hámarksfjöldi í strætisvögnum er nú 30 manns vegna Covid-19.

Skólastarf í bænum hófst á ný með nánast eðlilegum hætti 4. maí síðastliðinn þegar fyrstu tilslakanir vegna samkomubanns tóku gildi.

Strætisvagnar Akureyrar hafa gengið samkvæmt áætlun í samkomubanni en fjöldatakmarkanir hafa verið í vögnunum og því hefur þurft að takmarka aðgang.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó