beint flug til Færeyja

Strengir framtíðar teknir upp í Hofi

Strengir framtíðar teknir upp í Hofi

Fyrirtækið Spitfire Audio í samstarfi við Bafta verðlaunahafann Ólaf Arnalds og SinfoniaNord hefur mótað tónlistartól sem gjörbreytir því hvernig tónlistarframleiðendur vinna með strengi og strengjaútsetningar í framleiðslu tónlistar. Cells er forrit sem er uppbyggt útfrá hugmynd Ólafs og eru allir strengir í því spilaðir inn af SinfoniaNord (Sinfóníuhljómsveit Norðurlands) í Hofi á Akureyri.

Með Cells er hægt að kalla fram tóna strengjasveitar á sambærilegan hátt og ef notendur væru sjálfir við upptökur í Hofi ásamt strengjasveit og stjórnanda.

Framsókn

Spitfire Audio sérhæfa sig í að búa til söfn tóna frá öllum heimsins hljóðfærum t.a.m. í samstarfi við kvikmyndatónskáldið Hanz Zimmer, Abbey Road og nú Ólaf Arnalds. Ólafur hefur verið tilnefndur til þriggja Grammy verðlauna á ferlinum ásamt því að fá tilnefningu til Emmy verðlauna fyrir opnunartónlistina í sjónvarpsþáttunum Defending Jacob sem aðgengilegir eru á sjónvarpsveitu Apple Tv.

Tónar norðursins munu því hljóma um ókomna tíð í hinum ýmsu tónverkum í gegnum þetta nýjasta útspil Spitfire Music og er Sinfóníuhljómsveit Norðurlands stoltur samstarfsaðili í þessari merkilegu þróun sem opnar á nýjar leiðir í framleiðslu á tónlist framtíðarinnar.

Hér má sjá myndbandskynningu um upptökuferlið

Hér eru nánari upplýsingar um Olafur Arnalds Cells

VG

UMMÆLI

Sambíó