Stuð á strandblaksmóti í Kjarnaskógi um helgina

Stuð á strandblaksmóti í Kjarnaskógi um helgina

Í gær, sunnudag, lauk fjórða stigamóti í strandblaki í Kjarnaskógi, Akureyri.

Aðstaða til strandblaks í Kjarnaskógi er ein sú besta á landinu og sér skógurinn um að veita skjól frá vindum, alls eru 4 samliggjandi strandblaksvellir með góðri aðstöðu fyrir áhorfendur.

Sólin lét ekki sjá sig um helgina en logn og smá úði sem ekki kom að sök fyrir þau 66 lið sem mættu til leiks. Spilað var í 5 deildum í kvenna flokki en 3 deildum í karlaflokki.

Um er að ræða langstærsta blakmót sem haldið hefur verið í Kjarnaskógi til þessa og var byrjað að keppa um hádegi á föstudag og spilað alla helgina langt fram á kvöld og í dag (sunnudag 26.7.2020) lauk mótinu með úrslitaleikjum í 1 deild.

Í kvennaflokki voru það Matthildur Einarsdóttir og Sara Ósk Stefánsdóttir sem kepptu við Paulu Del Olmo og Thelmu Dögg Grétarsdóttur og var um hörkuleik að ræða sem endaði í oddahrinu og höfðu þær Matthildur og Sara betur 15 – 12.

Í karlaflokki var einnig jöfn og skemmtileg viðureign sem einnig þurfti oddahrinu til að skera úr um sigurvegarann og voru það Benedikt Tryggvason og Alexander Arnar Þórisson sem unnu þá Janis Novikovs og Kára Hlyns í oddahrinu 15-7.

Næsta mót er sjálft Íslandsmótið og verður það haldið á strandblaksvöllunum við Laugardalslaug um miðjan ágúst.

Sambíó

UMMÆLI