fbpx

Stúdentspróf í klassískri tónlist stendur nú til boða

Skjáskot úr kynningarmyndbandi.

Menntaskólinn á Akureyri og Tónlistarskólinn á Akureyri kynna nú nám í tónlist til stúdentsprófs. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Menntaskólans á Akureyri. Þetta er fyrsti þátturinn í stefnu Menntaskólans á Akureyri að koma á námsbraut í skapandi listum en fleiri þættir verða kynntir nánar síðar.

Menntaskólinn stefnir að samvinnu við fleiri tónlistarskóla á skólasvæðinu um nám til stúdentsprófs, en þetta er fyrsta skrefið. Um langt árabil hafa Menntaskólinn og Tónlistarskólinn haft samstarf um tónlistarbraut, en nú hefur það verið endurskoðað, meðal annars í ljósi þess að nám til stúdentsprófs hefur verið stytt.

Nú hafa verið gerð kynningarmyndbönd fyrir samstarf skólanna, annars vegar fyrir þá sem hyggja á nám í klassískri tónlist og hins vegar þá sem hafa meiri áhuga á skapandi tónlist við nýja braut í Tónlistarskólanum.

Stúdentspróf í klassískri tónlist
Til að ljúka námi til stúdentsprófs í klassískri tónlist þurfa nemendur að ljúka 200 einingum samtals. Þar af eru í kjarna 86 einingar í MA og 94 einingar í kjarna í námsleiðinni Klassísk tónlist hér við TA.

Nemendur hafa 20 einingar í frjálsu vali sem þeir geta tekið í TA eða MA.

Stúdentspróf í skapandi tónlist
Til að ljúka námi til stúdentsprófs í skapandi tónlist þurfa nemendur að ljúka 200 einingum samtals, þar af eru í kjarna 86 einingar í MA og 54 einingar í kjarna í námsleiðinni Skapandi tónlist hér við TA. Nemendur þurfa að velja að minnsta kosti 36 einingar í TA til viðbótar, samtals 90 einingar í TA.

Nemendur hafa 24 einingar í frjálsu vali sem þeir geta tekið í TA eða MA.

Nánari upplýsingar um námið er að finna inn á heimasíðu Tónlistarskólans á Akureyri. 

Hér að neðan má sjá kynningarmyndböndin sem gerð voru fyrir námsbrautirnar: 

 

 

Listasumar Akureyri

UMMÆLI

PSA