Styrkir fyrir VERÐANDI árið 2025-2026

Styrkir fyrir VERÐANDI árið 2025-2026

Listsjóðnum VERÐANDI bárust 21 umsókn og hlutu 9 verkefni styrk. Verkefnin má sjá hér fyrir neðan

Eik Haraldsdóttir
Kvöldroði – Ný djasstónlist eftir Eik, 19. mars 2026

Eyþór Alexander Hallsson
Fönkkvöld með Big Bandi Eyþórs, 5. september 2025

Guðmundur Tawan, sumarlistamaður Akureyrar
Dýrð i Fagraskógi – tískusýning, 16. ágúst 2025

Helga Margrét Clarke
Raddir kvenna og kvára, 19. júní 2026

Jónína Björt Gunnarsdóttir
Krakkagleði í Hofi, 15. febrúar og 15. mars 2026

Matiss Leo Meckl
Rythmasögur, 7. ágúst 2025

Tinna Björg Traustadóttir
Ó MÆ GOD! Ég er þrítug +1, 17. október 2025

Yuliana Palacios
Malinche, 12. júní 2026

Á vefsíðu MAK segir:

Styrkþegarnir, sem margir hverjir eru ungir að árum, bjóða gestum upp á spennandi, fjölbreytta og nýstárlega viðburði fyrir öll skynfærin á tímabilinu 8. ágúst 2025 til júníloka 2025. Frumsamið efni, glænýjar útsetningar í bland við kunnuglegt efni fyrir alla aldurshópa. Hér má nefna fönktónlist með Big Bandi, slagverksdúó, djass, tískusýningu, samtímadansverk, fróðleik og tónlist kvenna og kvára ásamt popptónlist og forvitnilegra viðburða fyrir börn.

„Það var frábært að sjá fjölbreytni umsóknanna sem bárust í ár, sjá metnað listafólksins og ungu grasrótarinnar sem vill nýta sér aðstöðuna hér í Menningarhúsinu Hofi fyrir þeirra flottu og krefjandi viðburði. Starfsfólk Menninghússins Hofs hlakkar til að taka á móti þeim í hús en fyrstu tveir viðburðirnir verða núna í ágúst næstkomandi.“ segir Kristín Sóley Björnsdóttir viðburðastjóri Menningarfélags Akureyrar og verkefnastjóri VERÐANDI listsjóðs.

UMMÆLI