Suðvestan rok og ofsaveður á Norðurlandi eystra

Suðvestan rok og ofsaveður á Norðurlandi eystra

Veðurstofan varar við suðvestan roki eða ofsaveðri á Norðurlandi eystra í dag. Gular viðvaranir taka gildi um hádegi en síðar í dag má búast við að þær breytist í appelsínugular. Þetta kemur fram á vef RÚV, þar kemur einnig fram að:

Seinni partinn og í kvöld versnar veðrið enn frekar á Norðurlandi eystra með hríð, takmörkuðu skyggni og varasömum akstursskilyrðum. Vindhviður geta farið yfir 40 metra á sekúndu í vindstrengjum við fjöll og jafnvel getur orðið hvassara í Eyjafirði og á utanverðum Tröllaskaga.

Veðrið fer smám saman að ganga niður um miðnætti en áfram má búast við erfiðum aðstæðum á vegum og ökumenn því hvattir til þess að sýna aðgát.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó