Súlur Vertical fer fram um helgina – Varúðarráðstafanir vegna Covid-19

Súlur Vertical fer fram um helgina – Varúðarráðstafanir vegna Covid-19

Fjallahlaupið Súlur Vertical fer fram á Akureyri á laugardaginn. Keppendur í hlaupinu geta valið um að hlaupa 55, 28 eða 18 kílómetra.

Fyrirkomulag hlaupsins og dagskrá breytist örlítið í ljósi þróunnar Covid-19 faraldursins á Íslandi undanfarna daga.

Ekki verður boðið upp á rútuferðir fyrir keppendur frá Hofi í Kjarnaskóg á laugardagsmorgun eins og stefnt hafði verið að. Sömuleiðis hefur verið ákveðið að aflýsa lokahófi sem átti að fara fram á laugardagskvöld.
Með þessu vilja skipuleggjendur axla ábyrgð, draga úr hópamyndun og tryggja öryggi keppenda og starfsfólks.

Ræst verður í nokkrum hópum og tryggt að fjöldi á einstökum stöðum verði aldrei nálægt 500 manns.

Hér að neðan má sjá leiðina sem hlaupin er í 55 kílómetra hlaupinu.

UMMÆLI