VG

Sumargleði Punktsins á fimmtudaginn

Sumargleði Punktsins verður haldin á fimmtudaginn n.k. 24. maí í Rósenborg. Gleðin byrjar kl. 14 og stendur til kl. 18 þar sem ýmislegt verður í boði fyrir gesti, bæði unga sem aldna. T.a.m. verða útileikir, steinmálun og tálgun í boði fyrir börnin, litríkar plöntur frá Sólskógum verða til sölu, Garðyrkjuráðgjafar mæta á staðinn milli 16 og 18 og umhverfisvænu tréstólarnir frá Eftirtekt verða til sýnis og sölu. Þær Fanney Kristjáns og Dana Ýr halda uppi fjörinu með skemmtilegri tónlist, bæði eftir þær sjálfar og aðra. Á meðan á þessu stendur verða lummur, kaffi og grillaðir sykurpúðar í boði. Allir hjartanlega velkomnir!

UMMÆLI