Sumartónleikar í Akureyrarkirkju hefja sitt 33. starfsár með orgeltónleikum

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju hefja sitt 33. starfsár með orgeltónleikum

Þann 7.júlí hefur göngu sína á ný tónleikaröðin Sumartónleikar í Akureyrarkirkju. Þetta er í 33. sinn sem þessi tónleikaröð er haldið og hefur ávallt verið gríðarlega vel sótt. Það er hann Markus Rupprecht orgelleikari sem byrjar tónleikaröðina þann 7.júlí kl 17:00.

Markus er fæddur árið 1981 en hann útskrifaðist frá tónlistarskólanum í Regensburg og er með gráður frá Piteå í Svíþjóð og Vín í Austurríki, þar sem hann nam kirkjutónlist, orgel og hapsíkord með Michael Radulescu, Hans-Ola Ericsson og Stefan Baier.

Hingað til hafa tónleikaferðir hans ekki aðeins náð til Evrópu, þ.e. Þýskalands, Austurríkis, Skandinavíu, Spánar, Portúgals, Tékklands og Búlgaríu heldur einnig til Mexíkó, Kúbu og Rússlands.

Markus hefur einnig reynslu af því að vinna með atvinnu kórum og sönghópum. Skynbragð hans á tjáningu hvers einasta tóns og fumlaus tækni við leik á hljóðfærið gerir honum kleift að láta orgelið hljóma kraftmikið en næmt  á sama tíma. 

Á efnisskránni eru til dæmis verk eftir Bach, Mozart, Georg Böhm og fleiri. Það er því sönn ánægja að fá Markus til Akureyrar að spila á orgelið okkar í Akureyrarkirkju.

Aðgangur er ókeypist og allir hjartanlega velkomnir. Tónleikaröðin er partur af Listasumri á Akureyri. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó