Summi Hvanndal gefur út sína fyrstu sólóplötu

Summi Hvanndal gefur út sína fyrstu sólóplötu

Tónlistarmaðurinn Summi Hvanndal gaf á dögunum út sína fyrstu sólóplötu sem ber nafnið Ljósastaurar lífsins og er hún nú aðgengileg á helstu streymisveitum.

Er þetta níunda hljóðversplatan sem Summi kemur að því að semja efni á og gefa út. Hann er meðal annars meðlimur í hinni geysivinsælu hljómsveit Hvanndalsbræðrum sem lauk einnig við upptökur á nýrri plötu á dögunum. Plata Hvanndalsbræðra verður þá sú tíunda sem Summi kemur að.

Ljósastaurar lífins er fjölbreytt plata í rólegri kantinum. Summi semur öll lög á plötunni en fær aðstoð við textagerð í tveimur lögum frá þeim Ásgrími Inga Arngrímssyni og Sævari Sigurgeirssyni ásamt því að hinn geðþekki Magni Ásgeirsson syngur eitt lag á plötunni. Hljóðfæraflutningur, upptökur og útsetningar voru í höndum Péturs Steinars Hallgrímssonar og Hauks Pálmasonar auk Summa.

Platan var styrkt af Mennta og menningarmálaráðherra úr Hljóðritasjóði.  

Hlustaðu á plötuna á Spotify:

UMMÆLI

Sambíó