Sundfélagið Óðinn í Falkenberg í Svíþjóð

Sundfélagið Óðinn í Falkenberg í Svíþjóð

Föstudaginn 8. maí 2025 lögðu fjórir sundkappar úr sundfélaginu Óðinn af stað í keppnisferð til Svíþjóðar, Falkenberg, ásamt aðstandendum þeirra og þjálfara. Það voru þau Arndís, Kristín, Rúnar og Soffía sem voru að keppa í þessari sundkeppni en þau keppa sem hluti af krókódílahóp sem eru fólk með sérþarfir.

Keppnin sjálf hófst á laugardagsmorgni. Sundkapparnir kepptu ýmist í fjórum eða fimm greinum og sýndu þau miklar framfarir á öllum sviðum. Allir keppendur bættu sig á einn eða annan hátt – hvort sem það var með því að bæta tímana sína, synda í nýrri grein eða takast á við öðruvísi keppnisaðstæður en þau eru vön.

„Þessi ferð verður án efa minnistæð fyrir alla þátttakendur – og hefur styrkt samband þeirra bæði sem keppendur og sem lið, sem og tengslin við Svíþjóð og alþjóðlega sundiðkun. Sundfólk Óðinshefur bæði eflað sig faglega og félagslega á þessari ferð, sem var mikilvægur áfangi í ferli þeirra,“ segir í tilkynninug frá Óðinn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó