Sundlaugin á Dalvík lokar vegna viðhalds og uppsetningar á nýjum rennibrautum

Sundlaugin á Dalvík lokar vegna viðhalds og uppsetningar á nýjum rennibrautum

Sundlauginni á Dalvík verður lokað dagana 2. til og með 5. júlí vegna viðhalds og uppsetningar á nýjum rennibrautum laugarinnar. Þetta kemur fram að heimasíðu bæjarins en stefnt er að því að opna heitu pottana fyrr ef vel gengur.

Nýju rennibrautirnar sem eru tvær kosta sveitarfélagið um 50 milljónir króna. En auk rennibrautanna verður sundlaugarlóðin endurbætt og nýr búnaður keyptur.

Gert er ráð fyrir því að taka nýju brautirnar verði komnar upp í byrjun ágúst.

 

myndir: dalvikurbyggd.is

UMMÆLI

Sambíó