Sundlauginni, Ráðhúsinu og íþróttahúsum lokað vegna veðurs

Sundlauginni, Ráðhúsinu og íþróttahúsum lokað vegna veðurs

Sundlaug Akureyrar verður lokað kl. 14 í dag. Ef veður leyfir verður opnað að nýju á hádegi á morgun, miðvikudag. Þetta kemur fram á vef bæjarins. 

Þar segir að einnig hafi verið ákveðið að loka Íþróttahölinni, íþróttahúsi Síðuskóla, íþróttamiðstöð Giljaskóla, íþróttamiðstöð Glerárskóla og íþróttamiðstöðinni í Hrísey. Það sama á við um íþróttahús Naustaskóla og KA-heimilið. Hamri og Boganum verður lokað kl. 16 í dag. 

„Æfingar og íþróttastarfsemi hefur riðlast vegna veðurs og hefur fjölda æfinga verið aflýst.  Vonast er til að starfsemi íþróttamannvirkja bæjarins verði með eðlilegum hætti frá kl 14. á morgun. Almennt verður staðan metin í fyrramálið og veittar upplýsingar þegar þær liggja fyrir.“

Fyrr í dag var greint frá því að Ráðhúsinu við Geislagötu og skrifstofum fræðslusviðs, búsetusviðs og fjölskyldusviðs í Glerárgötu 26 verði lokað vegna veðurs klukkan 14 og fyrir hádegi á morgun. Það verður opnað eftir hádegi á morgun, miðvikudaginn 11. desember, ef veður leyfir.

Mynd með frétt: Akureyri.is/Akureyrarstofa

UMMÆLI

Sambíó Sambíó