Sundveisla á Akureyri um helgina

Sundlaug Akureyrar

Aldursflokkameistaramótið í sundi (AMÍ) fer fram í sundlaug Akureyrar dagana 22.-24.júní. Yfir 300 keppendur af öllu landinu á aldrinum 8-17 ára etja kappi í þessari sundveislu á Akureyri.

Setning mótsins fer fram að lokinni skrúðgöngu, við Sundlaug Akureyrar á fimmtudagskvöldið. Mótið er 6 hlutar og eru tímasetningar sem hér segir:

Föstudagur 22.júní keppni kl.9 og aftur kl.15.30
Laugardagur 23.júní keppni kl.9 og aftur kl.15.30
Sunnudagur 24.júní keppni kl.9 og aftur kl.15.30.

Að kvöldi sunnudags er lokahóf og uppskeruhátíð sundársins og hefst það kl.19.30.

Sambíó

UMMÆLI