Sunn­eva Ósk ráðin gæðastjóri Sam­herja og ÚA

Sunn­eva Ósk ráðin gæðastjóri Sam­herja og ÚA

Sunn­eva Ósk Guðmunds­dótt­ir hef­ur verið ráðin gæðastjóri land­vinnslu Sam­herja og Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga (ÚA). Hún tek­ur við starf­inu af Elvari Thor­ar­en­sen sem læt­ur af störf­um af heilsu­fars­ástæðum. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu á vef Sam­herja.

Sunneva er sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur starfað við gæðamál hjá Samherja og ÚA undanfarin þrjú ár.

Sem fyrr segir tekur hún við af Elvari Thorarensen sem hefur starfað hjá ÚA allan sinn starfsferil, fyrst í starfsmannamálum en síðan sem gæðastjóri undanfarin 25 ár.

„Elvar hefur alla tíð sinnt starfi sínu af mikilli trúmennsku og verið leiðandi á alþjóðavísu í gæðamálum fiskvinnslunnar.  Elvar hefur unnið að gæðamálum og úttektum með öllum stærstu smásöluaðilum í heiminum. Hann hefur síðustu ár unnið ötullega að því að móta nýtt starfsumhverfi fiskvinnslunnar þar sem öryggi, umhverfisvernd og sjálfbærni eru lykilþættir. Landvinnsla Samherja og ÚA er viðurkennd af kröfuhörðustu kaupendum á Vesturlöndum fyrir gæðaframleiðslu og á Elvar stóran þátt í því ásamt öðru starfsfólki fyrirtækjanna,“ segir í tilkynningu Samherja.

Sambíó

UMMÆLI