Super Break og Titan Airwaves lentu á Akureyri í dag – 4500 ferðamenn til NorðurlandsMynd: Markaðsstofa Norðurlands.

Super Break og Titan Airwaves lentu á Akureyri í dag – 4500 ferðamenn til Norðurlands

Í dag lentu fyrstu ferðamenn vetrarins á Akureyrarflugvelli, sem koma til Norðurlands á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break. Flugferðirnar verða alls 29 í vetur og í hverri ferð verða sæti fyrir 200 manns. Það gerir um 4500 ferðamenn sem eru væntanlegir til Akureyrar. Þetta kemur fram í frétt Markaðsstofu Norðurlands í dag.

Titan Airways sér núna um flugið fyrir Super Break og lendingin á Akureyrarvelli í dag var þeirra fyrsta. Til verksins var notuð ein af stærri vélum félagsins, Airbus A321, og gekk lendingin vel. Flogið var frá Exeter en alls verður flogið frá 18 mismunandi flugvöllum í Bretlandi.

„Við erum hæstánægð með að vera komin aftur til Norðurlands fyrir fyrsta flug vetrarins. Í dag var flogið frá Exeter, einum af þeim 18 flugvöllum sem flogið verður frá í þessum 29 ferðum. Þeirra á meðal eru líka flugvellirnir í Inverness, Isle of Man, Jersey, Derry, Newquay og London Southend en frá þessum völlum förum við í fyrsta sinn. Við höfum unnið náið með Markaðsstofu Norðurlands, samstarfsfyrirtækjum okkar á Norðurlandi, Isavia og Titan Airways til að tryggja að við séum sem best undirbúin fyrir komu 4500 ferðamanna á okkar vegum frá desember og fram í mars. Ég er viss um að þeir hlakki líka til að koma hingað og njóta hlýlegra móttaka heimafólks, eins og við höfum fengið að kynnast síðustu 18 mánuði,“ segir Chris Hagan, hjá Super Break.

„Við erum líka ánægð með að geta boðið Norðlendingum flugsæti til Bretlands, sem skapar í fyrsta sinni tækifæri á beinum tengingum við hin ýmsu héruð Bretlands sem ekki hafa áður verið í boði. Verðin eru frá aðeins 99 pundum og við munum auglýsa nánari upplýsingar í Dagskránni í hverri viku,“ segir Hagan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó