Svartar fjaðrir í Davíðshúsi – Vinnustofa og tónleikar Vandræðaskálda

Svartar fjaðrir í Davíðshúsi – Vinnustofa og tónleikar Vandræðaskálda

Í ár eru 100 ár frá því að ljóðabókin Svartar fjaðrir eftir Davíð Stefánsson kom út. Fáar íslenskar ljóðabækur hafa vakið aðra eins athygli og aðdáun. Ljóðin flugu beint að hjörtum landsmanna og hefur engin ljóðabók verið gefin út jafn oft eða 13 sinnum.

Ljóð Davíðs hafa orðið mörgu tónlistarfólki innblástur að lagasmíðum. Vandræðaskáldin Sesselja og Vilhjálmur verða með opna vinnustofu í Davíðshúsi sunnudaginn 3. mars frá 13-16 og er aðgangur ókeypis.

Semja lög við ljóð Davíðs eftir óskum gesta
Nú langar okkur að bjóða þér í heimsókn í Davíðshús og velja uppáhaldsljóðið þitt úr Svörtum fjöðrum sem Vandræðaskáld ætla að semja lag við og flytja á tónleikum sama dag kl. 17. Aðgangseyrir á tónleikana er 2.000 kr.

Fleiri viðburðir eru fyrirhugaðir á árinu í tilefni útgáfuafmælis Svartra fjaðra. Viðburðaröðin Allar gáttir opnar verður haldin í sumar með sérstakri áherslu á ungt listafólk í bland við reyndara.

Svartar fjaðrir í Hofi 10. nóvember er samstarfsverkefni Minjasafnsins á Akureyri, Amtsbókasafnsins á Akureyri og Menningarfélags Akureyrar sem verður nánar auglýst síðar.

UMMÆLI