Sveinn Margeir verður áfram hjá KA

Sveinn Margeir verður áfram hjá KA

Knattspyrnumaðurinn Sveinn Margeir Hauksson skrifaði í gær undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út árið 2025.

„Þetta eru stórkostlegar fréttir enda Sveinn Margeir algjör lykilmaður í liði KA sem tryggði sér þátttöku í Evrópukeppni á komandi sumri,“ segir í tilkynningu á vef KA.

Sveinn er 21 árs gamall en hefur þrátt fyrir ungan aldur verið í stóru hlutverki í meistaraflokksliði KA frá komu sinni í félagið árið 2019. Á nýliðnu tímabili steig hann enn stærra skref og var í algjöru lykilhlutverki er KA endaði í 2. sæti Bestu deildarinnar og fór í undanúrslit Mjólkurbikarsins.

Sveinn er frá Dalvík þar sem hann steig snemma sín fyrstu skref í meistaraflokki hjá Dalvík/Reyni. Hann hefur nú leikið 60 leiki í efstudeild og bikarkeppni fyrir KA og gert í þeim 5 mörk en þar af voru 26 leikir á nýliðnu sumri og þar sem Sveinn gerði alls fjögur mörk. Í kjölfarið af frábærri frammistöðu í sumar var Sveinn valinn í U21 árs landslið Íslands sem mætti Tékklandi í umspili fyrir EM 2023.

„Það er ekki nokkur spurning að framtíðin er heldur betur björt hjá Sveini Margeiri og verður afskaplega spennandi að fylgjast áfram með framgöngu þessa magnaða kappa í gula og bláa búningnum,“ segir á Ka.is.

Sambíó

UMMÆLI