Svekkjandi tap í fyrsta leik Þórsara

Þórsarar hófu leik í Domino’s deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Liðinu hefur víða verið spáð slæmum árangri í vetur. Þórsarar mættu Haukum á útivelli í fyrsta leik.

Þórsarar byrjuðu leikinn vel og leiddu 11-21 eftir fyrsta leikhluta. Þeir héldu uppteknum hætti og þegar leikurinn var hálfnaður var staðan 25-35 Þórsurum í vil og staðan góð.

Haukar náðu að minnka muninn niður í fjögur stig í níu stig í þriðja leikhluta en í fjórða og síðasta leikhlutanum fór að halla undan fæti. Haukar jöfnuðu metin þegar leikhlutinn var hálfnaður og eftir það náðu Þórsarar ekki sama krafti og hafði einkennt hina þrjá leikhlutana. Haukar stóðu uppi sem sigurvegarar að leik loknum 74-66.

Marques Oliver var stigahæstur í liði Þórs með 33 stig og þá tók hann 20 fráköst.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó