Sviðslistadeild MA hitar upp fyrir Líf

Sviðslistadeild MA hitar upp fyrir Líf

Sviðslistadeild Menntaskólans á Akureyri sýnir stutt verk fyrir sýninguna Líf sem sýnd er í Samkomuhúsinu í kvöld, föstudagskvöldið 23. september.

DÓTTIR, SONUR, LÆKNAR fjallar um tvö systkyni og upplifun þeirra af erfiðari æsku. Í verkinu líkir höfundur því saman að búa á heimili þar sem alkahólismi og andleg vanlíðan eru til staðar við það að búa á sjúkrahúsi. Verkið er átakanlegt og veltir upp spurningunni um það hvernig áhrif erfið æska hafi á þá sem upplifðu hana.

Líf fjallar um Sissu Líf en Margrét Sverrisdóttir hlaut Rvk Fringe fyrir karaktersköpun sína. Verkið er eftir Margréti en leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir.

Miðasala á Líf er á mak.is. Aðeins þessi eina sýning.

UMMÆLI

Sambíó