Svifryksmælir Umhverfisstofnunar við Strandgötu á Akureyri sem gefur upplýsingar um loftgæði í bænum er bilaður og því eru tölurnar fyrir daginn í dag ekki marktækar.
Á heimasíðu Akureyrarbæjar má sjá upplýsingar um svifryk í bænum en mælirinn sýndi í dag hæst yfir 500 µg/m3.
Fari svifryk upp fyrir 100 µg/m3 eru loftgæði orðin mjög léleg og þá er mælst er til þess að einstaklingar með ofnæmi eða alvarlega hjarta- og lungnasjúkdóma haldi sig innan dyra. Fari það upp fyrir 150 µg/m3 fara aðrir einstaklingar að finna fyrir óþægindum.
UMMÆLI