Sýning á myndlist Ástu Sigurðardóttur opnar í HofiMynd/MAk

Sýning á myndlist Ástu Sigurðardóttur opnar í Hofi

Síðasta laugardag opnaði sýningin „Gáðu ekki gæfunnar í spilin” í Hofi þar sem myndlist eftir Ástu Sigurardóttur er sýnd. Þeir sem héldu ávarp á opnuninni voru Kristín Sóley Björnsdóttir, viðburðastjóri Menningarhússins Hofs, Iðunn Vignisdóttir – sýningarstjóri, Guðmundur Ármann Sigurjónsson – listamaður og Guðný Ása Þorsteinsdóttir dóttir listakonunnar.

Ásta Sigurðardóttir er ein af þekktari rithöfundum þjóðarinnar og þá sérstaklega fyrir smásöguna „Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns“ en hún var einnig fjölhæf listakona og fékkst meðal annars við ýmiss konar myndlist og listskreytingar á leirkerum.

Á sýningunni má sjá dúkristur sem prýddu smásagnasafnið Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns eftir Ástu, ásamt nokkrum vatnslitaverkum eftir hana. Í hlekknum HÉR á vef Menningingarfélags Akureyrar má lesa frekar um sýninguna og Ástu Sigurðardóttur.

Mynd/ sótt af vefsíðu MAk
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó