Intersand MaxCare 12 kg | Gæludýr.is

Sýrlendingur réttir Seyðfirðingum hjálparhönd

Sýrlendingur réttir Seyðfirðingum hjálparhönd

Þegar sýrlenski flóttamaðurinn Khattab al Mohammad heyrði að nærri 700 Seyðfirðingar hefðu orðið að flýja heimili sín vegna náttúrhamfara voru fyrstu viðbrögð hans að bjóða þeim hjálp og húsaskjól. Khattab bauð Seyðfirðingum allt það, sem hann veit af reynslunni, að flóttamenn þurfa á að halda. Fjallað var um Khattab al Mohammad á vef sameinuðu þjóðanna í gær.

Khattab er enskukennari frá Aleppo í Sýrlandi. Hann hefur verið búsettur á Íslandi frá því 2016. Þá kom hann, kona hans, móðir og sex börn til landsins á vegum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna og settust að á Akureyri. Börnin eru á aldrinum sex til tuttugu og tveggja ára. Þrjú yngstu búa hjá foreldrum sínum sem nú eru flutt til Reykjavíkur. Þrjú elstu eru við nám á Akureyri.

„Ég er orðinn hluti af þessu samfélagi,“ sagði Khattab í viðtali við vefsíðu UNRIC. „Ég er bara að rétta fram hjálparhönd, rétt eins og Íslendingar hjálpuðu okkar. Ég hef aldrei komið til Seyðisfjarðar. En Íslendingar sem hjálpa Sýrlendingum hafa heldur aldrei komið til Sýrlands. Þetta er spurning um mannúð.“

Nánar er fjallað um málið á vef Sameinuðu þjóðanna.

UMMÆLI