Tekinn á 156 kílómetra hraða

Tekinn á 156 kílómetra hraða

Ævinlega er nóg að gera hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í umferðinni og sést strax á verkefnum lögreglunnar í síðastliðinni viku að veðráttan hefur sett strik í reikninginn. Nokkuð er um útköll vegna ófærðar á vegum og eru sex skráð tilvik í bókum lögreglu sl. viku og ljóst að erlendir ferðamenn eru á vanbúnum bílum og hafa litla þekkingu á akstri við slíkar aðstæður. Í síðustu viku voru umferðaróhöpp nokkur en sinna þurfti 15 slíkum málum, allt frá minnaháttar óhöppum og tjónum á ökutækjum, upp í atvik þar sem fólk slasaðist.

Tekinn á 156 km hraða og sviptur ökuréttindum

Í síðastliðinni viku voru 20 ökumenn kærðir vegna of hraðs aksturs víðsvegar um embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Þar af var einn ökumaður sviptur ökuréttindum þegar hann var tekinn á 156 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Auk þess voru tveir ökumenn kærðir vegna gruns um ölvunarakstur og einn ökumaður kærður vegna ólöglegrar notkunar á síma við aksturinn. Tilkynningar um að ekið væri á gæludýr eða búfénað voru þrjú talsins og vandræði vegna lausra hesta og búfénaðar í þremur tilvikum einnig.

Sambíó

UMMÆLI