Þakka sjómannaverkfalli fyrir opnun Lemon: „Skildi ekkert í því afhverju þetta væri ekki á Akureyri“

Þakka sjómannaverkfalli fyrir opnun Lemon: „Skildi ekkert í því afhverju þetta væri ekki á Akureyri“

Þau Katrín Ósk Ómarsdóttir og Jóhann Stefánsson reka nú tvo Lemon staði á Akureyri en sá seinni opnaði í miðbænum í síðustu viku.

Lemon opnaði fyrst í Glerárgötu 19. maí árið 2017 og hefur verið gífurlega vinsæll á meðal Akureyringa. Hjónin þakka sjómannaverkfalli fyrir opnun staðarins hér í bæ.

„Við fórum út að borða í Reykjavík árið 2017, þar sem ég var í sjómannaverkfalli og hafði ekkert að gera. Þar smakkaði ég Lemon í fyrsta skipti,“ segir Jóhann í samtali við Að norðan á N4.

„Og skildi ekkert í því afhverju þetta væri ekki á Akureyri,“ bætir Katrín við.

Saga Lemon ævintýrisins verður í þættinum Að norðan á N4 annað kvöld.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó