„Þarf að ríkja sátt hjá okkur um að gera þetta saman og sinna þeim fyrirmælum sem að sett hafa verið“

„Þarf að ríkja sátt hjá okkur um að gera þetta saman og sinna þeim fyrirmælum sem að sett hafa verið“

Lögreglan á Norðurlandi eystra fagnaði áfanganum sem náðist í gær þegar bæði talan yfir einstaklinga með virkt Covid-19 smit og yfir einstaklinga í sóttkví fór niður í 0. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að það megi gleðjast yfir fréttunum en það þurfi áfram að fara eftir þeim fyrirmælum sem sett hafa verið.

Sjá einnig: Ekkert smit og enginn í sóttkví á Norðurlandi eystra

„Ef að hún verður bara í einn dag þá getum við samt örlítið glaðst að hún fór niður í 0. Takk fyrir alla ykkar vinnu í því. Til að hún fari ekki af stað aftur eins og hún gerði, þarf að ríkja sátt hjá okkur um að gera þetta saman og sinna þeim fyrirmælum sem að sett hafa verið,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

„Þessi tími sem gengur í garð núna er gríðarlega mikilvægur í þeirri baráttu. Veiran er hér á landi og hún er mjög fljót að hækka þessa töflu ef við förum að slaka of mikið á. Förum varlega og sættum okkur við að þessi jól verða örugglega aðeins öðruvísi en venjulega. En njótið kvöldsins og næstu daga eins vel og þið getið.“

Styrkja Kaffið.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó