Þarftu alltaf að hafa símann á þér?

Rakel Heba Smáradóttir skrifar:

Í dag eiga flest allir á Íslandi síma. Í þessum hópi er meirihlutinn unglingar. Unglingar eru alltaf með símann á sér, ef ekki þá er allt ömurlegt. Allt fer fram í gegnum símann þeirra. Símarnir eru orðnir stórt vandamál fyrir unglinga og hefur áhrif á m.a. skóla, félagslíf og fjölskyldu.

Þú sérð ekki ungling nema hann sé í símanum, hvort sem hann er úti eða inni. Unglingar nota tækin til að vera á samfélagsmiðlum, hlusta á tónlist, taka myndir og þannig má lengi telja. Þetta leiðir oft til vandræða hjá fjölskyldum og í skólanum.

Til er eitthvað sem heitir snjallsímafíkn og er sú fíkn farin að hrjá heldur marga unglinga. Heima við tala fjölskyldumeðlimir ekki lengur saman. Við matarborðið sitja allir saman en í staðinn fyrir að deila einhverju skemmtilegu sín á milli hanga allir í símanum. Síminn truflar einnig nemendur í skólanum. Kennarar þurfa endalaust að vera að skipta sér af og segja nemendum að setja símana niður svo aðrir fái vinnufrið og nemendur eru stöðugt að kíkja hvort þeir séu með ný skilaboð eða hvort að það sé eitthvað spennandi að skoða. Ef þessar truflanir eiga sér stað í marga daga, vikur, og jafnvel mánuði missir nemandinn af miklu sem kennarinn er að kenna og þar af leiðandi dregst hann aftur úr.

Á samfélagsmiðlum er mikil pressa lögð á unglinga með hugtakinu ,,staðalímynd”. Þetta hugtak gefur fólki fyrirfram hugmynd um eitthvað tiltekið. Stelpur þurfa að passa sig að vera grannar og vel vaxnar og ef þær eru það ekki eru þær stundum útilokaðar af jafnöldrum sínum. Afleiðingin er að margir eiga erfitt með að taka sinn eigin líkama í sátt og eru stanslaust að reyna að breyta honum til að reyna að líta út eins og svokölluð staðalímynd. Stelpur draga sig endalaust niður og festast sumar í kassa og komast ekki upp svo auðveldlega. Flestir myndu kalla þetta þunglyndi. Hverjum er þetta að kenna? Hvaðan kemur þessi staðalímynd? Það er bara einn staður sem mér dettur í hug, síminn.

Þetta er undir þér komið. Leggðu símann frá þér og njóttu meðan þú getur.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó