The Color Run á Akureyri frestað til 2021

The Color Run á Akureyri frestað til 2021

Litahlaupinu sem átti að fara fram á Akureyri 27. júní næstkomandi hefur verið frestað til ársins 2021 vegna samkomutakmarkana.

Hlaupið mun fara fram laugardaginn 31. júlí 2021 og verður þá hluti af hátíðardagskrá Verslunarmannahelgarinnar á Akureyri.

Aðgöngumiðar þeirra sem hafa þegar keypt miða í hlaupið færast sjálfkrafa yfir á nýja dagsetningu. Miðaeigendur þurfa ekki að grípa til neinna ráðstafanna vegna breytingarinnar vilji þeir halda miðum sínum.

Henti ný dagsetning ekki geta þátttakendur óskað eftir endurgreiðslu með því að hafa samband við umsjónarmenn hlaupsins fyrir þriðjudaginn 26. maí.

UMMÆLI