Þetta eru þær fréttir sem voru mest lesnar á Kaffinu 2018Akureyri gamlárkvöld/nýársnótt 2014-2015. Mynd: Auðunn Níelsson / audunn.com

Þetta eru þær fréttir sem voru mest lesnar á Kaffinu 2018

Nú þegar enn eitt árið er senn á enda fannst okkur nauðsynlegt að líta til baka og taka saman einhverskonar fréttaannál Kaffisins. Við höfum því tekið saman lista yfir topp 10 – Mest lesnu fréttir á Kaffinu árið 2018.

Inn í þessum lista er aðeins fréttaefni en ekki skemmtiefni. Annar listi yfir mest lesna skemmtiefni og pistla Kaffisins má lesa með því að smella hér. 

Númer 1 

Vilji til að stytta hringveginn milli Akureyrar og Reykjavíkur vakti mjög hörð viðbrögð lesenda. Heit umræða spratt á facebook-síðu Kaffisins þar sem fólk hafði skiptar skoðanir um málið, í nokkur hundruð kommentum. 

Vilja stytta hringveginn – Varmahlíð og Blönduós yrðu ekki lengur hluti af leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur

Númer 2 

Það er fátt sem vekur jafn mikla athygli og nýir veitingastaðir og þjónusta á Akureyri. Það vakti því athygli þegar eitt elsta veitingahús bæjarins skipti um eigendur. 

Ætla að opna nýjan veitingastað – Bautinn og La Vita è Bella formlega með nýja eigendur

Númer 3

Eltihrellirinn Valbjörn Magni Björnsson eða Magni Línberg snéri aftur til Akureyrar í lok mars. 

Eltihrellir snýr aftur til Akureyrar

Númer 4 

Eitt umdeildasta mál Akureyringa á þessu ári: Nýja samkomubrúin. Margir höfðu sterkar skoðanir á hvað brúin ætti að heita og hvers vegna fjármagni var eytt í þessa brú. 

Nýja göngubrúin við Drottningabraut komin með nafn

Númer 5 

Vandamál sem skaut fyrst upp kollinum í lok október og nú síðast aftur í desember. Vonandi fylgja þessir menn Akureyringum, og Íslendingum, ekki inn í nýja árið. 

Lögreglan varar við erlendum mönnum sem fóru milli húsa á Akureyri – Líklega svikastarfsemi

Númer 6 

Mál sem að sjokkeraði lesendur og bæjarbúa alla.

Barnaníðingur á Norðurlandi gaf sig fram og viðurkenndi hrottaleg brot gegn stjúpdóttur sinni

Númer 7 
Akureyrarvöllurinn heitir nú Greifavöllurinn. Eins og margt annað fór þetta ekki jafn vel í alla Akureyringa og einhverjir ósáttir við nafnið. 

Akureyrarvöllur fær nýtt nafn

Númer 8 

Við komumst að því á árinu að það er dýrara að fara með strætó en að fljúga suður.

Verðið með Strætó á milli Akureyrar og Reykjavíkur vekur athygli

Númer 9
Steingrímur Már Sveinsson er hetja ársins!

Eini Íslendingurinn sem greinst hefur með Peters-plus syndrome – þarf í aðgerðir til Pittsburg

 

Númer 10

Sem betur fer fór ekki verr og nú hafa loksins breytingar verið gerðar á svæðinu svo að gangandi vegfarendur geti farið örugga leið yfir þessa fjölförnu umferðargötu. 

Ekið á sex ára dreng á Akureyri

 

 

Tengdar fréttir:

Mest lesnu pistlar ársins 2018 á Kaffinu

UMMÆLI