fbpx

Þór harmar derhúfu atvikið

Þór harmar derhúfu atvikið

Stjórn knattspyrnudeildar Þórs hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað eftir leik Þórs og Grindavíkur. Yfirlýsinguna sem birtist á heimasíðu félagsins nú fyrir stundu má lesa hér að neðan.

„Stjórn knattspyrnudeildar Þórs harmar það atvik sem átti sér stað að loknum leik Þórs og Grindavíkur í 1. umferð Lengjudeildarinnar sl. föstudag 19. júní, þegar leikmenn og þjálfarar liðsins komu í viðtal eftir leik með húfu  með vörumerki fyritækisinns Coolbet. Félagið harmar þetta atvik og tekur fulla ábyrgð í málinu.

Engin samningur hefur verið gerður við umrætt fyrirtæki né mun var gerður og Þór hefur ekki og mun ekki þiggja neinar greiðslur frá þeim.

Við viljum biðjast velvirðingar á þessum mistökum okkar og munum leggja okkur fram við að vanda vinnubrögð okkar í framtíðinni“ segir í yfirlýsingu frá knattspyrnudeild Þórs.

UMMÆLI