Þór hefur vinnu á áætlun gegn einelti

Aðalstjórn Þórs hefur ákveðið að hefja vinnu um áætlun gegn einelti í samstarfi við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. 

Markmið verkefnisins eru:

• Styrkja þjálfara og aðra starfsmenn íþróttafélagsins við að greina einelti og samskiptavanda  og vinna saman gegn einelti og andfélagslegri hegðun.

• Styrkja viðbragðshóp Þórs í vinnu í (meintum) eineltismálum.

• Efla og styrkja foreldrasamfélag iðkenda.

Þessi vinna kostar nokkurt fé og nú biðlar félagið til áhugasamra sem vilja og geta styrkt félagið í þessari vinnu.

Áhugasamir geta snúið sér til framkvæmdastjóra í síma 461-2080 eða sent póst á valdi[at]thorsport.is.

Sambíó

UMMÆLI