Þór/KA Íslandsmeistarar í 3. flokkiMynd: thorka.is

Þór/KA Íslandsmeistarar í 3. flokki

Stelpurnar í 3. flokki Þór/KA tryggðu sér í gær Íslandsmeistaratitil með 4-1 sigri á Haukum/KÁ í Hafnarfirði. Þór/KA2 vann B-riðilinn eftir 2-2 jafntefli í Eyjum.

Þór/KA mætti Haukum/KÁ í Hafnarfirði og þurfti að vinna leikinn, auk þess að treysta á að Stjarnan/Álftanes næði að minnsta kosti jafntefli gegn FH/ÍH. Þetta dæmi gekk fullkomlega upp. Stjarnan/Álftanes og FH/ÍH gerðu 3-3 jafntefli á sama tíma og Þór/KA vann sinn leik í Hafnarfirðinum.

Lokastaðan í A-riðli er því þannig að Þór/KA vinnur Íslandsmeistaratitilinn, með 18 stig, en FH/ÍH endar í 2. sæti með 17 stig.

Nánar má lesa um lokaumferðina og sumarið hjá stelpunum á vef Þór/KA með því að smella hér.

Ketilkaffi

UMMÆLI

Sambíó