beint flug til Færeyja

Þór/KA Rey Cup meistarar í 3.flokki

Þór/KA Rey Cup meistarar í 3.flokki

Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Rey Cup mótið sem fram fór um helgina. Liðið vann í 3.flokki A liða og í B liðum var liðið í 2. sæti auk þess að hljóta háttvísisverðlaun KSÍ og Landsbankans.
A liðið vann ekki aðeins mótið heldur hélt marki sínu hreinu allt mótið einnig, glæsilegur árangur það.

Í 4. flokki endaði A lið Þórs í 4. sæti og A lið KA í 6. sæti. B lið Þórs endaði í 13. sæti og B lið KA í 3. sæti. C lið KA endaði einnig í 3. sæti.

Engin drengjalið frá Akureyri tóku þátt í mótinu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó