Þór/KA sigraði ÍBV

Mynd: thorsport.is/Palli Jóh

Þór/KA tóku á móti ÍBV í Pepsi deild kvenna í dag í rigningunni á Þórsvelli.

Arna Sif Ásgrímsdóttir kom Þór/KA yfir á 22. mínútu með skalla eftir hornspyrnu og snemma í seinni hálfleik bætti Hulda Björg Hannesdóttir við öðru marki og aftur var það skallamark eftir hornspyrnu.

Nokkuð öruggur 2-0 sigur Akureyarliðsins sem eru ennþá taplausar í Pepsi deildinni, 10 sigurleikir og 2 jafntefli.

Næsti leikur liðsins er á miðvikudaginn þegar þær heimsækja KR á Alvogenvöllinn.

Sambíó

UMMÆLI