Þór og KA framlengja samstarf Þór/KA til 2026Mynd/Þór

Þór og KA framlengja samstarf Þór/KA til 2026

Aðalstjórnir og knattspyrnudeildir KA og Þór hafa framlengt samstarfssamning sinn um meistaraflokkslið kvenna, Þór/KA, til loka 2026. Jafnframt var samið um rekstur 2. og 3. flokks kvenna á sama tímabili.

Samstarfið hófst 2001 og hefur Þór/KA verið í fremstu röð í kvennaknattspyrnu síðan. Framlengingin tryggir stöðugleika liðsins og eflir kvennaknattspyrnu á Akureyri, kemur þetta fram á vefsíðu félaganna.

„Við erum afar ánægð með að hafa tryggt áframhaldandi samstarf um Þór/KA. Við sjáum fram á spennandi tíma og trúum því að þetta sé rétta skrefið fyrir áframhaldandi þróun liðsins,“ segja formenn knattspyrnudeilda félaganna, Sveinn Elías Jónsson frá Þór og Hjörvar Maronsson frá KA. „Lykilatriði í þessu samstarfi er að aðilar standi saman að þessu með jákvæðnina að leiðarljósi,“ segja þeir báðir.

Þór/KA mun áfram rækta unga leikmenn, styðja afreksfólk og efla kvennaknattspyrnu á Norðurlandi, segir á vefum félaganna.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó