Þór semur við Izaro Abella Sanchez

Þór semur við Izaro Abella Sanchez

Þórsarar halda áfram að styrkja sig fyrir átökin í Inkasso deildinni næsta sumar. Fyrr hafði liðið fengið til sín þá Bergvin Jóhannsson, Elvar Baldvinsson og Kaelon Fox. Í dag var svo samið við spænska leikmanninn Izaro Abella Sanchez sem kemur frá Leikni Fáskrúðsfirði en þar lék hann með liðinu í 2. deildinni síðasta sumar.
Izaro er 23 ára kantmaður og gerði hann 11 mörk í 22 leikjum fyrir Leikni í fyrra, hann skrifaði undir eins árs samning við Þórsara.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó