Þór sigraði FH U

Þór sigraði FH U

Þórsarar tóku á móti ungmennaliði FH í Grill 66 deildinni í kvöld. Leiknum lauk með átta marka sigri heimamanna, 30-22. Staðan í leikhléi var 16-10 fyrir Þór.

Markhæstur Þórsara var Brynjar Hólm Grétarsson með 11 mörk og næstur á eftir honum var Igor Kopyshinskiy með 4 mörk.

Þórsarar fara því taplausir í jólafrí en þeir sitja á toppi deildarinnar með 18 stig eftir 10 leiki. Næsti leikur liðsins er ekki fyrr en laugardaginn 1. febrúar þegar liðið sækir ungmennalið Hauka heim.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó