fbpx

Þór sigraði Tindastól

Lið Þórs. Mynd/thorsport.is Palli Jóh


Þór sigraði Tindastól í síðustu umferð Kjarnafæðismótsins. Leikurinn var spilaður í Boganum í gærkvöldi og lauk með 5-0 sigri Þórs.
Mörk Þórs gerðu Ármann Pétur með 2 mörk og þeir Jón Óskar, Stefna Lamanna og Admir Kubat sitt markið hver.
En Lamanna er kantmaður sem var að reynslu hjá Þór í leiknum.

Þór lauk keppni í mótinu með 13 stig líkt og KA sem heldur fyrsta sætinu á hagstæðara markahlutfalli og eru því Kjarnafæðismeistarar 2018.

Einn leikur er þó eftir í A-riðli, en Völsungur og Magni leika á morgun sunnudag kl: 16:00.

KA eru Kjarnafæðismeistarar 2018. Mynd/thorsport.is Palli Jóh

Staðan

UMMÆLI