Akureyri-Færeyjar

Þór sótti sigur gegn StjörnunniIngvi Þór Guðmundsson mynd/thorsport.is Palli Jóh

Þór sótti sigur gegn Stjörnunni

Þórsarar sóttu Stjörnuna heim í Dominos deild karla. Þar gerðu þeir sér lítið fyrir og unnu fimm stiga sigur í Ásgarði í kvöld 86:91. Sigurinn er sá fyrsti á útivelli í vetur en liðið er nú komið upp í 8. sæti deildarinnar með 10 stig. Þórsarar unnu einnig síðasta leik þegar liðið vann Grindavík á heimavelli 101:98.

Ivan Aurrecoechea Alcolado varð stigahæstur Þórsara í kvöld með 29 stig. Næstur var Ingvi Þór Guðmundsson með 22 stig.

Hjá Stjörnunni var Tómas Þórður Hilmarsson atkvæðamestur með 22 stig.

Næsti leikur Þórsara er útileikur gegn Haukum á sunnudaginn, en Haukar eru í neðsta sæti deildarinnar með 6 stig.

UMMÆLI