Þór tapaði þriðja leiknum í röð í körfunnimynd: thorsport.is/Palli Jóh

Þór tapaði þriðja leiknum í röð í körfunni

Þórsarar töpuðu þriðja leiknum í röð í kvöld þegar liðið heimsótti nafna sína í Þór Þorlákshöfn í kvöld. Leikurinn endaði 85-81 fyrir heimamenn. Þórsarar hafa því tapað öllum leikjum sínum í Dominos deildinni það sem af er tímabili og sitja í neðsta sæti deildarinnar.

Kólumbíu maðurinn Hansel var lang stighæstur í liði Þórsara í kvöld með 36 stig næstur var Bandaríkjamaðurinn Jamal Palmer með 17 stig.

Hjá heimamönnum í Þór Þorlákshöfn var Bandaríkjamaðurinn Vincent Terrence með 26 stig og næstur á eftir honum Emil Karel Einarsson með 22 stig.

Næsti leikur Þórsara er heimaleikur gegn ÍR, föstudaginn 25. október.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó