Listasafnið gjörningahátíð

Þorbergur fyrstur í mark

Þorbergur fyrstur í mark

Þorbergur Ingi Jónsson vann 70 kílómetra utanvegahlaupið „Wild 70“ í svissnesku ölpunum í gær. Bæði var hann fyrstur í mark í karlaflokki 40-44 ára og fyrstur allra í hlaupinu. Tími hans var 6:47:52 og var hann rúmum fimm mínútum á undan heimamanninum Lucas Nanchen. Um 800 keppendur voru skráðir í keppnina.

Breytt var um hlaupaleið skömmu fyrir mót og í stað þess að hlaupa frá Kandersteg hófst keppni í Crans-Montana. Ástæða fyrir breytingunum var vegna snjókomu á svæðinu. Leiðin sem var keppendur hljópu var um 70 kílómetrar með 3.700 metra hækkun. Vísir greindi fyrst frá.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó