Krónan Akureyri

Þórdís Björk verður Roxy í Chicago

Þórdís Björk verður Roxy í Chicago

Leik- og söngkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir verður Roxy í söngleiknum Chicago sem Leikfélag Akureyrar setur upp á næsta leikári.

Þar með fetar Þórdís í fótspor Renee Zellweger, Michelle Williams, Brandy, Christie Brinkley, Lisa Rinna, Brooke Shields og Pamelu Anderson.

Þórdís hefur verið áberandi í menningarlífi Akureyrar undanfarin ár. Hún lék meðal annars í uppsetningu leikfélagsins á Benedikt Búálfi og í leiksýningunni Hárið sem sett var upp af Rún viðburðum. Í vetur lék hún í sýningunni Skugga Svein.

Þórdís mun leika á móti söngkonunni Jóhönnu Guðrúnu sem leikur Velmu. Söngleikurinn Chicago verður frumsýndur í Samkomuhúsinu í byrjun árs 2023. Nú er hægt að kaupa miða á sérstöku forsöluverði á mak.is.

Sjá einnig: Jóhanna Guðrún leikur Velmu í Chicago

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó