Krónan Akureyri

Þórhallur Jónsson fékk flestar útstrikanir

Þórhallur Jónsson fékk flestar útstrikanir

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri voru þeir sem strikuðu mest yfir nöfn frambjóðenda í sveitarstjórnarkosningunum um helgina. Þórhallur Jónsson, sem var í þriðja sæti á lista flokksins, fékk flestar útstrikanir.

Alls var strikað yfir nöfn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins 120 sinnum en 81 strikaði yfir nafn Þórhalls. Hjá L-listanum var strikað 35 sinnum yfir nöfn frambjóðenda, oftast yfir nafn Andra Teitssonar sem var í 4. sæti á lista flokksins.

Hjá Miðflokknum fékk oddvitinn Hlynur Jóhannsson flestar útstikanir, 16 af 26. Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar fékk 12 af 21 útstrikun hjá Samfylkingunni.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknarflokksins fékk þrjár útstrikanir af 13. Oftast var strikað yfir Brynjólf Ingvarsson, oddvita, og Hennesínu Scheving, í fjórða sæti, hjá Flokki Fólksins. Þau fengu þrjár útstrikanir hvort.

Strikað var 26 sinnum yfir nöfn frambjóðenda Vinstri grænna og fengu alls 18 frambjóðendur af 22 eina eða fleiri útstrikun. 

Snorri Ásmundsson, oddviti Kattaframboðsins fékk tvær útstrikanir og var sá eini hjá Kattaframboðinu sem strikað var yfir. Þá fékk Hrafndís Bára Einarsdóttir, oddviti Pírata einu útstrikun Pírata.

Sambíó

UMMÆLI

Ketilkaffi