Þórir og Þröstur halda  tónleika á hvítasunnudag í Akureyrarkirkju

Þórir og Þröstur halda  tónleika á hvítasunnudag í Akureyrarkirkju

Þórir Jóhannsson kontrabassaleikari og Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari blása til tónleika 8. júní klukkan átta að kvöldi hvítasunnudags í Akureyrarkirkju. 

Á efnisskránni eru m.a. „An Olde Fashioned Basspiece“ eftir Árna Egilsson, Ave Maria eftir Astor Piazzolla, Reverie eftir Giovanni Bottesini og Fimm dansar eftir Annette Kruisbrink. Tónleikarnir eru réttur klukkutími að lengd. 

Þó Þórir og Þröstur hafi þekkst lengi er það fyrst núna að þeir leiða saman hesta sína í tónlist. Þórir er mörgum Akureyringum kunnur enda borinn og barnfæddur á Eyrinni og en ólst upp síðar á Brekkunni. Hann spilar með Sinfóníuhljómsveit Íslands en hefur að auki spilað reglulega með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands alveg frá stofnun þeirrar sveitar m.a. komið fram sem einleikari.

Þröstur er meðlimur Hins Íslenska Gítartríós ásamt því að kenna í Tónlistarskóla Hafnar­fjarðar. 

Aðgangseyrir er 3.900 kr. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó