Þór/KA færast nær Íslandsmeistaratitlinum

Sandra Stephany Mayor heldur áfram að skora

Þór/KA stelpur fóru í heimsókn í Hafnarfjörð í gær þegar liðið átti leik við Hauka í Pepsi deild kvenna. Þetta var annar leikur liðsins eftir EM pásuna en liðið gerði óvænt jafntefli gegn Fylki í síðasta leik.

Haukar komust yfir á 24. mínútu leiksins í gær en Bianca Sierra jafnað metin strax á 25. mínútu. Staðan í hálfleik var 1-1. Í síðari hálfleik skoraði Sandra Stephany Mayor, besti leikmaður deildarinnar í sumar, þrjú mörk og tryggði Þór/KA öruggan 4-1 sigur.

Úrslitin þýða að Þór/KA eru komnar með 8 stiga forskot á toppi deildarinnar þegar 5 umferðir eru eftir.

 

UMMÆLI