Færeyjar 2024
Kvennaathvarfið

Þór/KA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitil í dag

Þór/KA heimsækir Grindavík í Pepsi deild kvenna í knattspyrnu í dag. Með sigri getur liðið tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta. Þór/KA hafa spilað frábæran fótbolta í sumar og unnið 13 af 16 leikjum sínum í Pepsi deildinni.

Þór/KA eru fyrir leikinn á toppi deildarinnar með 41 stig 5 stigum á undan Breiðablik þegar einungis tvær umferðir eru eftir. Grindavík eru í 8. sæti með 15 stig.

Þegar liðin mættust á Þórsvelli í fyrri umferðinni hafði Þór/KA öruggan sigur 5-0 í leik þar sem Sandra María Jessen skoraði þrjú mörk, Sandra Stephany Mayor 1 mark og 1 markanna var sjálfsmark.

Leikurinn hefst klukkan 14:00 í dag.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó